Grannar okkar Grænlendingar | Bókmenntir

Tasiilaq, Grannar okkar Grænlendingar, Barni1, Grænlenskar bókmenntir, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Jón Yngvi Jóhannsson segir frá grænlenskum bókmenntum

Menningarhús Spönginni, mánudaginn 30. október kl. 17:15-18:00

Grænlenskar bókmenntir eiga sér ekki langa sögu þótt Grænlendingar eigi sér ríkulega hefð munnlegra frásagna, þjóðsagna og ævintýra. Á allra síðustu árum hafa á hinn bóginn komið fram ungir höfundar sem fjalla um grænlenskan nútíma og hlutskipti ungs fólks á ferskan og spennandi hátt. Fremstar í flokki fara þær Sørine Steenholdt og Niviaq Corneliusen. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýlegar bækur þessara tveggja höfunda og um grænlenskar nútímabókmenntir almennt.

Jón Yngvi Jóhannsson er lektor í íslenskum bókmenntum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað bækur og greinar um íslenskar og norrænar bókmenntir og sat fyrir Íslands hönd í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árin 2004-12.

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
Netfang: sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is
Sími: 411 6230
 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 30. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:15

Viðburður endar: 

18:00