Ferðalag línu og forma | 28.10. -12.12.

Anna Þ. Guðjónsdóttir, Ferðalag línu og forma, Borgarbókasafnið

Myndlistarsýning Önnu Þ. Guðjónsdóttur
Verið velkomin á sýningaropnun lau 28. okt kl. 14

Menningarhús Spönginni

Anna Þ. Guðjónsdóttir sýnir teikningar og vatnslitamyndir af geómetrískum mynstrum í Íslömskum arkitektúr, sem byggja á teikningu grunnformanna, skörun þeirra og endurtekningu. 

Mynstrin sem unnið er útfrá má meðal annars finna á Spáni og í Marokkó, en þau eiga sér ekki nafngreinda höfunda.

Anna stundaði nám í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám til Ítalíu og lauk námi í leikmynda- og búningahönnun. Hún vann hjá leikmyndadeild RÚV í nokkur ár, en starfar nú við kennslu í Tækniskólanum.

Sýningin í Spönginni er fjórða einkasýning Önnu.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is
s. 411 6230

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 12. desember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00