Félagsstarfið í Gerðubergi

Opið félagsrými er í húsinu með fjölbreyttri aðstöðu sem nýtist vel fyrir ýmiss konar hreyfingu, félagsstarf, fundi og ýmsa viðburði. Gott og notalegt rými með fínu dansgólfi. Nýtist fyrir kaffi, spjall, bíósýningar, fyrirlestra og annað. Útleiga á sal er í boði fyrir lokaða viðburði s.s. veislur og fundi. upplýsingar hjá Guðlaugu P. Sigurbjörnsdóttur, upplýsinga- og þjónustustjóra, í síma 411-6170.

Húsið opið virka daga frá kl. 8.30-16.00
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu í síma 411-6195.

Veitingar
Kaffihúsið Cocina Rodríguez er starfrækt á efri hæð Gerðubergs. Hægt er að kaupa hádegismat á virkum dögum frá kl. 11:30-13 og á laugardögum frá kl. 13.00. Maturinn er niðurgreiddur á virkum dögum fyrir eldri borgara og öryrkja búsetta í Reykjavík og kostar kr. 900. Opið er á virkum dögum frá kl. 8-18 en á miðvikudögum er opið til kl. 21. Um helgar er opið frá kl. 13-16.  Smellið hér til að sjá MATSEÐIL VIKUNNAR.

Starfsfólk félagsstarfsins:
Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, netfang: elisabet.karlsdottir@reykjavik.is
Einar Jónasson, smíðar
Kári Friðriksson, kórstjóri
Unnur Dóra Norðfjörð, starf heyrnarlausra
 

Dagskrá félagsstarfsins veturinn 2016 - 2017

Mánudagur
kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa
kl. 09:00-16:00 Útskurður m/leiðbeinanda
(kl. 09:50-10:30 Sundleikfimi Breiðholtslaug)
kl. 13:00-14:00 Línudans  (hefst 12. sept.)
kl. 14:30-16:30 Kóræfing  (hefst 29. ágúst)
 

Þriðjudagur
kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa
kl. 09:00-12:00 Keramik málun
kl. 9:00-16:00 Glervinnustofa m/leiðb. (byrjar 1. sept)
kl. 10:00-10:45 Leikfimi Maríu (byrjar í. sept .)
kl. 10:00-10:30 Leikfimi gönguhópsins
kl. 10:30 Gönguhópur um hverfið
kl. 12:00-16:00 Starf Félags heyrnarlausra
kl. 13:00-16:00 Bingó (3. þriðjud. í mánuði, næst 20 sept.)

Miðvikudagur
kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa
kl. 09:00-12:00 Útskurður m/leiðbeinanda
(kl. 09:50-10:30 Sundleikfimi Breiðholtslaug)
kl. 10:30-11:30 Söngstund með Kára (1. og 3. miðv.)
kl. 10:30-12:00 Gömlu dansarnir (2. og 4. miðv.).
kl. 13:00-16:00 Útskurður / Pappamódel m/leiðb.
kl. 13:00-16:00 Félagsvist

Fimmtudagur
kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa
kl. 10:00-10:45 Leikfimi Maríu (byrjar í sept.) 
kl. 10:30-11:30 Samverustund (samstarf við Fella- og Hólakirkju)
kl. 12:00-16:00 Starf Félags heyrnarlausra
kl. 12:30-16:00 Perlusaumur
kl. 13:00-16:00 Bútasaumur
kl. 13:00-16:00 Myndlist (hefst í sept.)

Föstudagur
kl. 08:30-16:00 Opin handavinnustofa 
kl. 09:00-12:00 Glervinnustofa m/leiðb.
kl. 10:00-12:00 Prjónakaffi 
kl. 10:00-10:20 Leikfimi gönguhóps
kl. 10:30 Gönguhópur um hverfið
kl. 13:00-16:00 Bókband m/leiðbeinanda
kl. 14:30-16:30 Kóræfing
 

Auðnustundir, sjálfbærir hópar:
Bútasaumur, prjónahópur, myndlist, gönguhópur, heilsuefling, perlusaumur, handavinna, félagsvist, bridge, skák.
Tölva á staðnum. Dagblöðin liggja frammi alla daga.
Hvetjum alla til að kynna sér starfsemina og taka þátt í starfi í hinum ýmsu hópum og klúbbum og koma með hugmyndir.

Notendaráð Félagsstarfsins í Gerðubergi
Hefur þú áhuga á að starfa í notendaráði? Hafðu samband.
Tilgangur með notendaráði er að rödd notenda heyrist og að starfið beri með sér valddreifingu og unnið sé á lýðræðisgrunni.
Notendaráð skipa: Þorbjörg Einarsdóttir, Erla Hallgrímsdóttir, Sigurbjörg Þórðardóttir, Sigurður Már Helgason, Sigurður Guðmundsson og Hafsteinn Sigurðsson.