Bókmenntagöngur

Borgarbókasafn býður upp á fjölbreyttar bókmenntagöngur. Markmiðið er fyrst og fremst að kynna íslenskar bókmenntir á lifandi hátt, en einnig að fjalla um borgina sem svið bókmennta að gömlu og nýju og sýna þátttakendum þannig umhverfi sitt í nýju ljósi. Viðfangsefni ganganna er mjög fjölbreytt og má nefna sem dæmi glæpagöngu, pöbbagöngu, ljóðagöngu og „neðanjarðargöngu“.

Leikarinn Darren Foreman les fyrir göngugesti við Landnámssýninguna á Aðalstræti

Bókmenntagöngur fyrir hópa

Bókmenntagöngurnar eru tilvaldar fyrir hópa sem vilja brjóta upp hversdaginn og gera eitthvað skemmtilegt og njóta útveru um leið. Sérpantaðar göngur kosta kr. 40.000. Nánari upplýsingar veitir Jón Páll Ásgeirsson, jon.pall.asgeirsson [at] reykjavik.is (subject: S%C3%A9rpanta%C3%B0ar%20b%C3%B3kmenntag%C3%B6ngur)

Rafrænar bókmenntagöngur

Borgarbókasafnið og Reykjavík Bókmenntaborg hafa, í samstarfi við RÚV, unnið rafrænar bókmenntagöngur sem hafa verið aðgengilegar á appinu Reykjavík Culture Walks fyrir iOS (hér á iTunes) og Android stýrikerfi (hér á Google Play). Um er að ræða göngur á íslensku, ensku, spænsku og þýsku.

Kvöldgöngur

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafnið og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir vikulegum kvöldgöngum í borginni  á sumrin. Hver ganga hefst að venju kl. 20 á fimmtudagskvöldi.

Hér er hægt að sjá dagskrá sumarsins 2018, en auk þess er hægt að fylgjast með á Facebook-síðunni Kvöldgöngur.

Dark Deeds in Reykjavík – A Guided Literary Walk

(Click here for English)

Í júní, júlí og ágúst býður safnið upp á vikulega bókmenntagöngu á ensku fyrir erlenda ferðamenn og aðra áhugasama um miðbæinn.

Gangan er farin á fimmtudögum kl. 15 og leggur upp frá Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Miðar eru seldir á tix.is

Einnig er hægt að kaupa miða á Borgarbókasafninu í Grófinni.

Miðar kosta 1.500kr fyrir 18 ára og eldri; ókeypis er fyrir börn. 

Gangan hverfist að mestu um glæpi og drungalega atburði í bókmenntum sem tengjast Reykjavík, og gefur því nokkra innsýn í íslenska krimma og draugasögur.

Þá sýnir safnið 45 mínútna heimildamynd um íslenska þjóðtrú í kamesinu – sýningarrými á 5. hæð safnsins – kl. 14 alla fimmtudaga fyrir göngu. Myndin nefnist Spirits of Iceland: Living with Elves, Trolls and Ghosts. Frítt er á sýninguna en hún er hugsuð sem upphitun fyrir gönguna og hefur verið vinsæl meðal göngugesta.