Allar fréttir

Verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi sem Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, stýrir fær Evrópumerkið, European Label í ár, en það er viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember. 

Hér er myndband sem var gert um verkefnið í tilefni viðurkenningarinnar.

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16.nóvember fögnum við íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í nærumhverfinu og spyrjum: „Af hverju er íslenskan mikilvæg fyrir þig?“ og „Af hverju ert þú mikilvæg/-ur fyrir íslenskuna?“

Byrjaðu jólainnkaupin í Kringlunni! 30% af öllum vörum í safnbúð borgarbókasafnsins í Kringlunni í tilefni af miðnætursprengju Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember.

Miðnætursprengja

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru þrískipt og er veitt fyrir bestu barna- eða unglingabók á íslensku, fyrir bestu íslensku þýðinguna á barna- eða unglingabók og fyrir bestu myndskreyttu barna eða unglingabókina. Verðlaunin eru veitt síðasta vetrardag ár hvert.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til verðlaunanna fyrir bækur útgefnar árið 2017 og eru bókaútgáfur og sjálfstæðir útgefendur hvattir til að tilnefna bækur sínar til þessara virtu fagverðlauna.

Handhafar Barnabókaverðlauna vorið 2017: Linda Ólafsdóttir myndskreytir, Halla Sverrisdóttir þýðandi og Ragnheiðar Eyjólfsdóttur skáldkona.

Norræna bókasafnavikan stendur yfir dagana 13. -19. nóvember. Þema vikunnar í ár er Eyjar á Norðurlöndum og munu því bókasöfnin stilla út safnefni sem tengist því. Í ár verður 100 ára afmæli Finnlands í fókus. Lögð verður áhersla á finnskar bókmenntir þar sem 100 ár eru liðin frá því að Finnar hlutu sjálfstæði. Í sögustundum vikunnar verður lesið upp úr barnabókum eftir finnska höfunda.

Norræna bókasafnsvikan

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1.-5. nóvember. Um alla borg munu tónlistarmenn stíga á svið og setja svip sinn á mannlífið ásamt þeim fjölda gesta, innlendra sem erlendra, sem sækir hátíðina heim. Við á Borgarbókasafninu hlökkum að sjálfsögðu til hátíðarinnar og ekki síst að hlusta á þá tónlistarmenn sem ætla að troða upp hjá okkur meðan á hátíðinni stendur.  

Dagskráin á Borgarbókasafninu í Grófinni:

Það verður líf og fjöl í menningarhúsum Borgarbókasafnsins dagana 19.-23. október þegar grunnskólar Reykjavíkur halda flestir vetrarfrí. Í vetrarfríinu gefst krökkum tækifæri á að taka þátt í smiðjum af ýmsum toga eins og skrímslasmiðju og sögusmiðju sem haldnar verða í safninu í Grófinni.

Ertu fædd/ur árið 1987?

Þar varstu heppin/n. Því við ætlum að gefa öllum þeim sem eru fæddir árið 1987 frítt skírteini í Borgarbókasafninu Kringlunni dagana  19. - 31. október í tilefni af 30 ára afmæli Kringlunnar.

Nældu þér í frítt skírteini og fáðu með því aðgang að ógrynni bóka, tímarita, kvikmynda og tónlistar auk aðgangs að Rafbókasafninu og Naxos tónlistarveitunni.

Fædd/ur 1987

Nýlega hófu fjölskyldustundir göngu sína í Gerðubergi og eru þær alla miðvikudaga milli kl. 9 og 11. Foreldramorgnar eru kjörinn vettvangur og tækifæri fyrir foreldra sem eru heima til að kynnast öðrum foreldrum, spjalla og eiga notalega stund í hlýlegu umhverfi. Boðið er upp á kaffi og te, leikföng og bækur fyrir börnin. Reglulega er boðið upp á fjölbreytta fræðslu fyrir foreldra.

Foreldramorgnarnir eru foreldrum að kostnaðarlausu fara fram á 2. hæð safnsins. Með þessari nýjung eru nú foreldrastundir í Grófinni, Sólheimum, Spönginni og Gerðubergi.

Fjölskyldustundir á safninu.

Vegna framkvæmda verður áfram lokað í Borgarbókasafninu í Sólheimum laugardaginn 30. september og mánudaginn 2. október. Opnum klukkan 10 þriðjudaginn 3. október.