Artótek

Artótek í Borgarbókasafni leigir og selur íslenska samtímamyndlist til almennings og fyrirtækja. Leiga eða greiðsla á mánuði er frá 2.000 kr. til 15.000  kr. á mánuði og fer upphæðin eftir kaupverði listaverksins. Lánþegi getur hvenær sem er á leigutímanum keypt listaverkið og dregst þá frá verðinu áður greidd leiga. Hægt er að greiða listaverkin með mánaðarlegum greiðslum eða staðgreiða.

Á artotek.is er hægt að skoða allar myndir sem eru til útleigu og lesa upplýsingar um listamenn.

  • Skál með tveimur fuglum eftir Auði Ingu Ingvarsdóttur
  • Draumfríður eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur
  • Veður eftir Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttur
  • Olíumálverk eftir Ólöfu Oddgeirsdóttur