Ísland mætir Serbíu á Evrópumótinu sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Leikurinn fer fram í dag 16. janúar og verður sýndur í Kamesinu á 5. hæðinni í Grófarhúsinu og hefst upphitun 16.45. Það verður svo flautað til leiks 17.15. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Þann 21. janúar næstkomandi opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá!, þar sem sýndar eru myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2017. Borgarbókasafnið í Gerðubergi býður börnum í 3. bekk grunnskóla í heimsókn á sýninguna og að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í húsinu. 

Frá opnun sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá 2017

Laus er til umsóknar tímabundin staða verkefnastjóra kynningar- og markaðsmála til eins árs hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafnið hefur markað sér skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu. Ný heimasíða er í smíðum sem opnar á nýjungar í rafrænni þjónustu fyrir gesti safnsins. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í sífelldri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi. 

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjölbreyttri starfsemi safnsins.

Þú færð fjölbreytt úrval hljóð- og rafbóka á rafbokasafnid.is