Föstudaginn 8. september verður hinn árlegi Bókasafnsdagur haldinn hátíðlegur líkt og undanfarin ár. Í ár verður þema dagsins tengt lýðræðinu "Lestur er bestur - fyrir lýðræðið" þar sem lögð verður áhersla á að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.

Lestrarvinir er nýtt verkefni á vegum safnsins þar sem þeir hjálpa börnum með auka lesskilning þeirra. Sem lestrarvinur heimsækir þú fjölskyldu þar sem þú hjálpar barninu að ná betri tökum á lestri með því að lesa upphátt með því. Lestrarvinurinn heimsækir fjölskyldu barnsins einu sinni í viku, 20 skipti í senn. Þetta er skemmtilegt verkefni sem sameinar fólk auk þess að þjálfa börn með lítinn lesskilning í lestri og glæða áhuga þeirra á honum.  

Fáðu frekari upplýsingar á Fésbókarsíðu Lestrarvina.

Á laugardaginn kemur Söguhringur kvenna saman í Borgarbókasafninu í Grófinni til að hefja nýtt listsköpunarferli. Við hvetjum konur á öllum aldri og af ólíkum uppruna að mæta og vera með og setja sitt mark á heiminn. Íslandskortið sem Söguhringur kvenna bjó til fyrir Kaffitár hefur heldur betur fengið að njóta sín en það eru þó kannski ekki allir sem vita að söguhringurinn eigi heiðurinn af listaverkinu sem prýðir umbúðir og umhverfi fyrirtækisins.

Unnið að Íslandskortinu fyrir Kaffitár

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjölbreyttri starfsemi safnsins.

Þú færð fjölbreytt úrval hljóð- og rafbóka á rafbokasafnid.is